35. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. janúar 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 486. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Guðmund Kára Kárason og Tinnu Finnbogadóttur, sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 10. mál - erfðafjárskattur Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra.

4) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55